Neytenda og þjónustukaup

Kaup almennings á vörum og þjónustu

Neytenda- og þjónustukaup

Neytendakaup eru þegar einstaklingur kaupir söluhlut utan atvinnustarfsemi og seljandi hefur atvinnu af sölunni. Þjónustukaup eru þegar einstaklingur kaupir þjónustu utan atvinnustarfsemi og seljandi þjónustunnar hefur atvinnu af sölunni.

Um neytanda- og þjónustukaup er fjallað í lögum nr. 48/2003 um neytendakaup og lögum nr. 42/2000 um þjónustukaup. Lögin tryggja einstaklingum ríkan rétt þegar þeir eiga í viðskiptum við seljendur sem hafa atvinnu af sölu hluta eða þjónustu.

Komi til ágreinings við neytenda- eða þjónustukaup, t. d. vegna kaupverðs, eiginleika vöru eða gæða þjónustu, úrræða vegna galla, réttar til afpöntunar eða einhvers annars í tengslum við viðskiptin er hægt að bera ágreininginn undir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa.

Porto lögmannsstofa tekur að sér að gæta hagsmuna einstaklinga í neytenda- og þjónustukaupum gagnvart seljendum og annast ef þörf krefur meðferð kærumála fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa.

Dæmi um mál vegna neytenda og þjónustukaupa

Riftun kaupsamnings á bíl vegna leynds galla

Ertu ekki viss um þinn rétt? Heyrðu í okkur í síma eða sendu okkur línu!

792-2090