Lögmenn bera ríka trúnaðarskyldu gagnvart skjólstæðingum sínum. Skýrt er kveðið á um í siðareglum lögmanna að lögmaður skuli aldrei án endanlegs dómsúrskurðar, sem beint er að honum sjálfum, eða skýlauss lagaboðs, láta óviðkomandi aðilum í té gögn og upplýsingar, sem lögmaður hefur fengið í starfi um skjólstæðing sinn eða fyrrverandi skjólstæðing.
Við meðferð lögfræðilegra mála fer fram meðferð og vinnsla ýmissa persónuupplýsinga. Allar þær persónuupplýsingar sem Porto lögmannsstofa vinnur með, eru bundnar trúnaði og unnar í samræmi við gildandi persónuverndarlög nr. 90/2018.
Porto lögmannsstofa telur ríkan trúnað við viðskiptavini og ábyrga vinnslu persónuupplýsinga algjöra grundvallarþætti viðskiptasambandsins.
Þegar ákveðið hefur verið að Porto lögmannsstofa sinni hagsmunagæslu fyrir þig við meðferð máls undirritar þú umboð þar sem fram kemur samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga. Þú getur hvenær sem er dregið umboð þitt til baka, og/eða fengið persónuupplýsingar þínar afhentar. Komi fram villandi, rangar eða ófullkomnar upplýsingar hefur þú rétt á að fá þær leiðréttar.
Hafir þú einhverjar spurningar varðandi meðferð eða vinnslu persónuupplýsinga þinna, er þér velkomið að hafa samband við bjorgvin@portolog.is eða í síma: 792-2090.
Þessi síða notar vefkökur (einnig oft kallaðar vafrakökur eða rafræn fótspor). Vefkökur eru smáar textaskrár sem vefir vista á tölvunni eða snjalltækinu þínu þegar þú heimsæki vefsíðu. Þetta gerir tölvunni þinni eða snjalltæki kleift að muna fyrri heimsóknir og er því síðan m.a. mun fljótari að hlaðast sem bætir notendaupplifun. Vefkökur gera það kleift að vefsíður fái nafnlausar upplýsingar um hvernig notendur nota vefinn og muna stillingar notendans yfir ákveðinn tíma. Engum upplýsingum verður deilt með þriðja aðila.
Leyfa að eingöngu nauðsynlegum vefkökum verði safnað
Ef þú hafnar því að vefkökum sé safnað þýðir það að alltaf þegar þú heimsækir vefsíðuna munt þú þurfa að leyfa eða hafna söfnun á vefkökum aftur.