Persónuvernd

Friðhelgi einkalífs og persónuverndarreglur

Persónuvernd

Allir eiga rétt á því að með persónuupplýsingar þeirra sé farið í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd. Allir eiga rétt á að fá upplýsingar um það hvort fyrirtæki eða stjórnvald, vinni með persónuupplýsingar um sig. Í því fellst að einstaklingar eiga rétt að á vita hvort verið sé að vinna með persónuupplýsingar um þá, andmæla vinnslu þeirra, flytja gögn til annarra ábyrgðaraðila, láta leiðrétta óáreiðanlegar eða rangar upplýsingar og rétturinn til að gleymast.

Persónuverndarfulltrúi

Persónuverndarfulltrúi á að vera til staðar hjá öllum stofnunum, ráðuneytum og sveitarfélögum og ákveðnum fyrirtækjum. Hann hefur það hlutverk að fylgjast með því að fyrirtæki og stofnanir fari að persónuverndarlögum. Persónuverndarfulltrúar aðstoða fyrirtæki og við að sinna innra eftirliti, upplýsa og ráðleggja vegna persónuverndarlöggjafarinnar, veita ráðgjöf við framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd, eru tengiliður við einstaklinga og Persónuvernd. 

Porto lögmannsstofa tekur að sér að sinna verkefnum sem utanaðkomandi persónuverndarfulltrúi fyrir fyrirtæki, stofnanir,  sveitafélög og félagasamtök, og veitir sértæka aðstoð vegna þeirra verkefna.

Dæmi um persónuverndarmál

Afstaða til beiðni um gögn á grundvelli persónuverndarlaga
Synjun um gögn á grundvelli upplýsingalaga
Gerð persónuverndarstefnu
Yfirferð persónuverndarmála fyrirtækja, stofnanna og félagasamtaka

Ertu ekki viss um þinn rétt? Heyrðu í okkur í síma eða sendu okkur línu!

792-2090