stethoscope, hospital, doctor-840125.jpg

heilsutjón vegna óviðhlítandi vinnuskilyrða

Atvinnutengdir sjúkdómar

Atvinnurekendur bera ríka aðgæsluskyldu í tengslum við heilsu starfsmanna sinna. Atvinnurekanda ber því að tryggja starfsmönnum sínum öruggan vinnustað og viðhlítandi verkskipulag. Vanræki atvinnurekandi þessa skyldu sína með þeim afleiðingum að starfsmaður í hans þjónustu verði fyrir heilsutjóni kann starfsmaðurinn að eiga rétt til skaðabóta vegna tjónsins.

Teljir þú þig hafa orðið fyrir heilsutjóni vegna óviðhlítandi vinnuskilyrða er mikilvægt að leita til læknis sem fyrst. Ástæða þess er annars vegar að koma í veg fyrir frekara heilsutap og flýta fyrir bata og hins vegar að tryggja sönnun vegna mögulegrar bótakröfu.

Fyrsta viðtal vegna slysa- og skaðabótamála er frítt. Ef þú ert í vafa um rétt þinn kostar því ekkert að kanna hvort ástæða sé til frekari skoðunar.

Í upphafi fer fram greining á hvort bótaréttur kann að vera til staðar.

Ef telja má að bótaréttur vegna líkamstjóns sé til staðar getur þú að loknu fyrsta viðtali falið Porto að innheimta þær bætur sem þú átt rétt á. Ef engar bætur fást greiddar er engin þóknun greidd.

Hafðu samband og kannaðu rétt þinn.

Ertu ekki viss um þinn rétt? Heyrðu í okkur í síma eða sendu okkur línu!

792-2090