Flugbætur

Bætur vegna flugs eða pakkaferða

Bætur vegna flugs eða pakkaferða

Átt þú rétt á að fá flugbætur? Ef flugfélag seinkar eða aflýsir flugi þínu, neitar þér um far eða eitthvað kemur upp á, á meðan þú ert að ferðast, getur þú átt rétt á bótum.

Flugfarþegar hafa mikil réttindi í flugi til og frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES)* og Sviss, sbr, ESB reglugerð 261/20014, sbr. 1048/2012.

Til að réttindin séu í gildi þarf flug þitt að vera annað hvort:

Að fara frá EES, á við um öll flugfélög.

Að koma til EES með EES – flugrekanda.

Sjá lista yfir lönd innan EES og Sviss neðst á síðu.

Ef þú hefur bókað með einu flugfélagi en flýgur með öðru, þá er það þjóðerni flugfélagsins sem þú flýgur með sem ræður. Í þeim tilfellum þar sem þessi réttindi eiga ekki við, þá getur samt verið að þú eigir rétt á þjónustu.

Ef telja má að bótaréttur vegna flugs eða pakkaferðar sé til staðar getur þú að loknu fyrsta viðtali falið Porto að innheimta þær bætur sem þú átt rétt á. Ef engar bætur fást greiddar er engin þóknun greidd.

Á vefsíðu Samgöngustofu er að finna leiðbeiningar um hvernig sækja má um skaðabætur vegna seinkunar, aflýsingar eða annarra tafa á flugi. Ef þú vilt að Porto lögmannsstofa sjái um að sækja bætur fyrir þig sendir þú póst á porto@portolog.is. Við yfirförum málið og sendum erindi á flugfélagið ef við teljum þig geta átt rétt á bótum. Ef við teljum ekki forsendur til bóta, höfum við samband við þig. Fáir þú greiddar bætur greiðir þú 24% af bótunum í þóknun, en ekkert ef engar bætur fást.

Um pakkaferðir og samtengdar ferðir sem boðnar eru til sölu gilda sérstök lög sem veita ferðamönnum ríkan rétt.  Lögin mæla fyrir um ríka upplýsingaskyldu seljanda og kröfur til efnis samnings um pakkaferðir. Einnig er í lögunum m. a. mælt fyrir um rétt ferðamanns til afpöntunar, heimild til að framselja ferð og heimild seljanda til breytingar á umsömdu verði.

Viltu vita hvort þú átt rétt? Skoða hér hvort þú átt rétt á endurgreiðslu eða skaðabótum.

Skoða helstu réttindi flugfarþega.

*Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland.

Ertu ekki viss um þinn rétt? Heyrðu í okkur í síma eða sendu okkur línu!

792-2090