Spurt og svarað

Spurt og svarað um slysa- og skaðabótamál

Algengast er að bótaréttur vegna slysa byggi á vátryggingasamningi, sakarreglu eða hlutlægri ábyrgð.

Vátryggingar: Í kjölfar slyss er gott að skoða þær tryggingar sem tjónþoli hefur keypt sjálfur eða vinnuveitandi hans og leggja mat á hvort atburðurinn sem tjóninu olli falli undir einhverja þeirra.

Sakarreglan: Ef einhver sýndi ekki þá varkárni sem hægt var að ætlast til og sú vanræksla olli líkamstjóni, kann að vera að viðkomandi beri bótaábyrgð á fjárhagslegum afleiðingum líkamstjónsins. Sú bótaábyrgð getur svo fallið á vátryggingafélag ef viðkomandi tjónvaldur hefur keypt ábyrgðartryggingu.

Hlutlæg ábyrgð: Hlutlæg ábyrgð er ábyrgð án sakar. Sú hlutlæga ábyrgð vegna líkamstjóna sem oftast reynir á er annars vegar réttur þess sem slasast í umferðarslysi og hins vegar réttur skipverja sem slasast um borð í skipi eða í landi við störf sín í tengslum við rekstur skips.

Fyrsta viðtal við lögfræðing hjá Porto vegna slysa- eða skaðabótamála er alltaf frítt. Vegna annarra mála er greitt eftir verðskrá. Ef mál þitt endar með að þeir verða greiddar bætur …..

Já, í mörgum tilfellum getur viðkomandi fengið kostnað vegna heilbrigðisþjónustu og lyfja greiddan. Passa þarf vel upp á allar kvittanir. Lögfræðistofan sér um að innheimta þennan kostnað hjá tryggingafélaginu fyrir þig.

Já, í mörgum tilfellum getur viðkomandi fengið ferðakostnað vegna heilbrigðisþjónustu endurgreiddan. Passa þarf vel upp á allar kvittanir. Lögfræðistofan sér um að innheimta þennan kostnað hjá tryggingafélaginu fyrir þig.

Sá tími sem tekur að fá bætur vegna slyss er misjafn á milli mála. Oft geta þau tekið talsverðan tíma vegna umfangs gagnasöfnunnar. Einnig þarf stöðuleikapunkti að vera náð, eða a. m. k. ár liðið frá slysi.

Einstaklingur sem verður fyrir líkamstjóni vegna slyss kann að verða fyrir verulegum útgjöldum og varanlegri skerðingu á aflahæfi, þ. e. getunni til að afla tekna. Þessi skerðing getur verið allt frá því að vera smávægileg til þess að viðkomandi einstaklingur er óvinnufær með öllu það sem eftir er ævinnar. Bótagreiðslur vegna slysa taka að meginstefnu mið af umfangi kostnaðar sem leiðir af slysi og þeirrar skerðingar á aflahæfi sem er sennileg afleiðing slyssins. Einstaklingur sem býr við skert aflahæfi stendur fjárhagslega ekki jafnfætis þeim sem búa við óskert aflahæfi. Til að leiðrétta þennan mismun er almennt raunhæfasta úrræðið fyrir tjónþola að sækja þær bætur sem réttur stendur til svo hann standi því sem næst í sömu sporum fjárhagslega og ef slys hefði ekki orðið. Sæki einstaklingur sem verður fyrir líkamstjóni ekki rétt sinn kann hann að þurfa að búa við skertan fjárhag til æviloka.

Þau sem lenda í slysi geta leitað réttar síns sjálf hjá tryggingafélögunum. Oft hefur það reynst fólki vel að hafa lögmann sem gætir hagsmuna þess til þess að réttur tapist ekki eða réttra og nauðsynlegra gagna sé aflað. Tryggingafélög hafa lögfræðinga í vinnu við mál þitt, og því stendur þú betur að vígi með lögmann sem gætir hagsmuna þinna.

Upphæð bóta þegar um skaðabótaskylt slys er að ræða fer eftir ákvæðum skaðabótalaga. Upphæðin er misjöfn í hvert skipti og fer t. d. eftir aldri, launum og niðurstöðu matsgerðar. 

Þegar um frítíma eða vinnuslys er að ræða fer upphæðin eftir þeirri tryggingu sem í gildi var þegar tjónið varð og niðurstöðu matsgerðar. 

Það er því ekki hægt að segja fyrirfram  hve háar bæturnar verða.

Tekjuskattur er ekki greiddur af miskabótum og bótum fyrir varanlega örorku sem eru ákveðnar í einu lagi til greiðslu.

Lögmaður fer yfir málið með þér og skoðar hvort þú getur mögulega átt rétt á bótum og ráðleggur þér  um framhaldið.

Spurt og svarað um önnur lögfræðileg mál

Ef þú telur að heilbrigðisstarfsmaður hafi veitt þér ranga með ferð er gott að ráðfæra sig við lögmann sem fer yfir málið með þér og metur hvaða kostir eru í stöðunni, t. d. er hægt að kvarta til Landlæknis eða sækja skaðabætur.

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir mistkum við veitingu heilbrigðisþjónustu er miklvægt að kvarta yfir þeim mistökum. Bæði getur verið að þú hafir hlotið varanlegan skaða vegna mistakanna og getur þá verið að viðkomandi eigi að greiða þér skaðabætur. En einnig er mikilvægt að kvarta undan mistökum til þess að reyna að koma í veg fyrir að aðrir lendi í því sama.

Þau sem fá synjun hjá stjónvöldum geta kært synjunina til æðra stjórnvalds. Misjafnt er hvert á að kæra ákvörðunina, en það fer eftir því um hvaða ákvörðun er að ræða. Einstaklingar geta kært ákvörðunina sjálfir en oft getur verið gott að fá lögmann í málið, sérstaklega þegar um mikilvæga hagsmuni er að ræða.

Ef stjórnvaldið hefur ekki svarað þér, getur þú ítrekað beiðnina. 

Hafi stjórnvaldið synjað þér um gögnin getur þú kært synjunina annað hvort til ráðuneytis eða stjórnsýslunefndar. Eftir að þú hefur gert það getur þú kvartað til umboðsmanns Alþingis.

Þú getur séð um kvörtunina, en sumum hentar betur að fá aðstoð lögmanns til að sjá um það fyrir sig. 

Slys

Ertu í vafa um þinn rétt? Heyrðu í okkur í síma eða sendu okkur línu!

792-2090