Ferli slysamála

Ferli mála er mislangt þar sem hvert og eitt mál er einstakt. Strax eftir slysið er mikilvægt að þú leitir til læknis. Mikilvægt er að hafa samband við lögmann sem fyrst til þess að hægt sé að hefja ferlið, bæði með tilkynningu til tryggingafélagsins og við nauðsynlega gagnaöflun. Porto lögmannsstofa sér um gagnaöflun og samskipti við tryggingafélögin fyrir þig.

Slys

1. Tilkynning send

Tilkynning send til tryggingafélagins, og annarra aðila eftir því sem við á í hverju tilfelli.

2. Gagnaöflun

Gagnaöflun frá lögreglu, heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum eftir því sem við á í hverju tilfelli.

 


3. Afleiðingar metnar

Þegar öll gögn liggja fyrir er hægt að meta afleiðingar slyss. Almennt þarf þó að vera liðið ár frá slysinu. Þá er haldinn fundur með matsmönnum sem meta afleiðingarnar.

4. Innheimta bóta

Þegar afleiðingar slyssins liggja fyrir sendir Porto lögmannsstofa bótakröfu til tryggingafélagsins. Samþykki tryggingafélagið bótakröfuna greiða þeir hana og þú færð bæturnar þínar. Samþykki tryggingafélagið bótakröfuna ekki, höfðar Porto lögmansstofa mál til einheimtu bótanna, að höfðu samráði við þig.

Slys
Lögfræðingur

 

Fyrsta viðtal vegna slysa- og skaðabótamála er alltaf frítt. Ef þú ert í vafa um rétt þinn kostar því ekkert að kanna hvort ástæða sé til frekari skoðunar.

Í upphafi fer fram greining á hvort bótaréttur kann að vera til staðar. 

Ef telja má að bótaréttur vegna líkamstjóns sé til staðar getur þú að loknu fyrsta viðtali falið Porto að innheimta þær bætur sem þú átt rétt á. Ef engar bætur fást greiddar er engin þóknun greidd.

Ertu ekki viss um þinn rétt? Heyrðu í okkur í síma eða sendu okkur línu!

792-2090