Læknamistök

heilsutjón vegna óviðhlítandi heilbrigðisþjónustu

Læknamistök

Læknamistök eða mistök í heilbrigðisþjónustu geta leitt til varanlegs líkamstjóns. Notendur heilbrigðisþjónustu, innan stofnana sem utan, eiga rétt á fullkomnustu þjónustu byggðri á bestu þekkingu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Hafi einstaklingur orðið fyrir heilsutjóni vegna þess að meðferð var ekki hagað eins vel og unnt var, tæki bilaði eða meðferð eða rannsókn leiddi til verulegrar sýkingar eða fylgikvilla umfram það sem eðlilegt má teljast, kann að hafa stofnast til bótaréttar vegna tjónsins úr sjúklingatryggingu veitanda þjónustunnar.

Bótaréttur úr sjúklingatryggingu kann að vera til staðar þó engin saknæm háttsemi heilbrigðisstarfsmanns sé fyrir hendi. Ef bótakrafa nemur hærri fjárhæð en tryggð er með sjúklingatryggingu (c.a. 12,5 milljónir króna) er mögulegt að sækja þær bætur sem umfram standa á grundvelli sakarreglu. Ábyrgð á grundvelli sakarreglu er bundin því skilyrði að tjóni hafi verið valdið með saknæmri háttsemi, þ. e. veitandi þjónustunnar hafi sýnt af sér vanrækslu.

Teljir þú þig hafa orðið fyrir bótaskyldu tjóni við veitingu heilbrigðisþjónustu er mikilvægt að leita sem fyrst aðstoðar hjá löglærðum aðila. Á þetta einnig við um aðra heilbrigðisstarfsmenn en lækna.  Ástæða þess er að lögmaður sem þekkir bótaferlið getur komið í veg fyrir réttindamissi sökum vanþekkingar og stuðlað að því að ágreiningsmál um bótaskyldu og bótafjárhæð leysist á farsælan hátt fyrir tjónþola.

Fyrsta viðtal vegna slysa- og skaðabótamála er frítt. Ef þú ert í vafa um rétt þinn kostar því ekkert að kanna hvort ástæða sé til frekari skoðunar.

Í upphafi fer fram greining á hvort bótaréttur kann að vera til staðar.

Ef telja má að bótaréttur vegna líkamstjóns sé til staðar getur þú að loknu fyrsta viðtali falið Porto að innheimta þær bætur sem þú átt rétt á. Ef engar bætur fást greiddar er engin þóknun greidd.

Hafðu samband og kannaðu rétt þinn.

Ertu ekki viss um þinn rétt? Heyrðu í okkur í síma eða sendu okkur línu!

792-2090