vilt þú vita hverjirhafa flett upp í þinni sjúkraskrá?

sjúkraskrá.jpg

Í sjúkraskrá eru skráðar allar upplýsingar um einstaklinga þegar þeir leita sér heilbrigðisþjónustu. Eðli málsins samkvæmt er um mjög viðkvæmar upplýsingar að ræða sem eðilegt er að fáir hafi aðgang að.

Í lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 segir í að heilbrigðisstarfsmenn sem koma að meðferð sjúklings og þurfa á sjúkraskrárupplýsingum hans að halda vegna meðferðarinnar skulu hafa aðgang að sjúkraskrá sjúklingsins. Einnig segir að aðgangur að sérstaklega viðkvæmum sjúkraskrárupplýsingum, þ.e. sjúkraskrárupplýsingum sem sjúklingurinn sjálfur telur að flokka beri sem slíkar, skal takmarkaður við heilbrigðisstarfsmenn sem nauðsynlega þurfa upplýsingarnar vegna meðferðar sjúklingsins. Skal aðgangur að sérstaklega viðkvæmum sjúkraskrárupplýsingum að jafnaði takmarkaður við þá heilbrigðisstarfsmenn sem starfa innan þeirrar einingar eða deildar heilbrigðisstofnunar eða starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns þar sem meðferð er veitt. Aðgangur annarra heilbrigðisstarfsmanna að sérstaklega viðkvæmum sjúkraskrárupplýsingum er óheimill nema með samþykki sjúklings. Undantekningar á þessu geta t. d. verið vegna gæðaþróunar og gæðaeftirlits, vísindarannsókna, vinnslu, uppfærslu og viðhaldi sjúkraskrárinnar.

Ef einstakling grunar eða veit að óviðkomandi hafa verið að skoða sjúkraskránna sína getur hann óskað eftir að fá upplýsingar um hvaða starfsmenn hafa flett upp í sjúkraskránni hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun. Svari stofnunin ekki, þarf að ítreka beiðnina. Synji stofnunin beiðni um aðgang, er hægt að kæra það til Landlæknis.

Hafi starfsmaður sem ekki mátti skoða sjúkraskrá einstaklings, skoðað sjúkraskránna, getur viðkomandi að kvarta yfir því til bæði Landlæknis og Persónuverndar.

Kvörtun til Landlæknis, undir kvartanir vegna heilbrigðisþjónustu: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/umsoknir/

Kvörtun til Persónuverndar, postur@personuvernd.is

Viljir þú aðstoð Porto lögmannsstofu við að leita réttar þíns vegna ólögmætrar uppflettingar í sjúkraskrá, hafðu samband porto@portolog.is

Ertu ekki viss um þinn rétt? Heyrðu í okkur í síma eða sendu okkur línu!

792-2090