Um Porto lögmannsstofu

Porto lögmannsstofa býður upp á hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum, tryggingafélögum og öðrum einkaaðilum. Porto er óháð lögmannsstofa sem m. a. tekur að sér innheimtu slysa- og skaðabóta, gerð lögfræðilegra skjala, málflutning fyrir dómstólum og veitir alhliða lögfræðilega ráðgjöf og þjónustu.

 

Lögmaður
Björgvin H. Fjeldsted

Lögmaður og eigandi

Menntun: 

Réttindi sem héraðsdómslögmaður.

MA í lögfræði frá Háskóla Íslands.

BA í lögfræði frá Háskóla Íslands.

Stýrimannaskólinn í Reykjavík, ótakmörkuð skipstjórnarréttindi á fiskiskip.

Starfsreynsla:

Björgvin starfaði í fjölda ára sem skipstjórnarmaður áður en hann varð lögfræðingur og hefur því víðtæka þekkingu og reynslu af starfsumhverfi sjávarútvegs, þ. á. m. aðbúnaði og vinnuumhverfi sjómanna, aflamarkskerfinu og stjórn og siglingu skipa. Á grundvelli þeirrar reynslu hefur hann setið sem sérfróður meðdómsmaður í dómsmálum.

Meðfram laganámi starfaði Björgvin m. a. í Arion banka, og í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu við innleiðingu alþjóðlegra samþykkta á sviði siglinga og sem ritari yfirfasteignamatsnefndar.

Auk starfa fyrir Porto lögmannsstofu sinnir Björgvin kennslu í sjórétti við Skipstjórnarskóla Tækniskólans.

Ertu ekki viss um þinn rétt? Vantar þig aðra lögfræðiþjónustu? Heyrðu í okkur í síma eða sendu okkur línu!

792-2090