Sjávarútvegur, sjóréttur

Sjávarútvegur og sjóréttur -

Sjávarútvegur

Á Íslandi er sjávarútvegur undirstöðugrein og landfræðileg staða landsins hefur í för með sér að við erum verulega háð siglingum við út- og innflutning. Fiskveiðar og sjóflutningar eru því á meðal meginstoða íslensks atvinnulífs.

Lagaumhverfi siglinga er að mestu nokkuð sértækt. Reglur sem gilda um siglingar gilda þannig almennt ekki um önnur svið og á móti gilda reglur sem eiga við í landi almennt ekki við um siglingar. Gott dæmi um þetta er vinnuverndarlöggjöf en grundvallarlög vinnuverndar í landi gilda almennt ekki um borð í skipum. Vinnuvernd sjómanna fer því eftir sérstökum reglum sem ná almennt ekki til annarra.

Lagaumhverfi fiskveiða er svo enn sértækara. Þær reglur sem um fiskveiðar gilda krefjast margar hverjar góðrar þekkingar á starfsumhverfinu og geta verið illa skiljanlegar þeim sem ekki búa yfir lágmarksþekkingu á því sviði.

Lögmaður Porto hefur að baki 17 ára feril sem skipstjórnarmaður í íslenska fiskiskipaflotanum og sinnir kennslu í sjórétti á sviði innanlands- og millilandasiglinga við Skipstjórnarskóla Tækniskólans. Innan Porto er því til staðar veruleg þekking á starfsumhverfi sjávarútvegs og þeim sértæku réttarreglum sem reynt getur á í því umhverfi.

Porto lögmannsstofa tekur að sér að annast hvers kyns mál á sviði sjávarútvegs og sjóréttar.

Mál á sviði sjávarútvegs og sjóréttar eru t.d.:

Skipting eða ágreiningur um björgunarlaun
Kæra vegna synjunar um úthlutun byggðarkvóta
Lögfræðiálit um lögmæti eftirlits með drónum

Ertu ekki viss um þinn rétt? Heyrðu í okkur í síma eða sendu okkur línu!

792-2090