Bætur vegna flugs eða pakkaferða
Bætur vegna flugs eða pakkaferða
Átt þú rétt á að fá flugbætur? Ef flugfélag seinkar eða aflýsir flugi þínu, neitar þér um far eða eitthvað kemur upp á, á meðan þú ert að ferðast, getur þú átt rétt á bótum.
Flugfarþegar hafa mikil réttindi í flugi til og frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES)* og Sviss, sbr, ESB reglugerð 261/20014, sbr. 1048/2012.
Til að réttindin séu í gildi þarf flug þitt að vera annað hvort:
Að fara frá EES, á við um öll flugfélög.
Að koma til EES með EES – flugrekanda.
Sjá lista yfir lönd innan EES og Sviss neðst á síðu.
Ef þú hefur bókað með einu flugfélagi en flýgur með öðru, þá er það þjóðerni flugfélagsins sem þú flýgur með sem ræður. Í þeim tilfellum þar sem þessi réttindi eiga ekki við, þá getur samt verið að þú eigir rétt á þjónustu.
Ef telja má að bótaréttur vegna flugs eða pakkaferðar sé til staðar byrjar þú á því að senda flugfélaginu, eða ferðaskrifstofunni, beiðni um bætur. Ef flugfélagið synjar þér um bætur getur þú borið það undir Samgöngustofu. Á vefsíðum félagana má oft finna eyðublöð sem þarf að fylla út til að senda beiðnina.
Icelandair Playair Wizzair SAS Easyjet
Á vefsíðu Samgöngustofu er að finna leiðbeiningar um hvernig sækja má um skaðabætur vegna seinkunar, aflýsingar eða annarra tafa á flugi.
Um pakkaferðir og samtengdar ferðir sem boðnar eru til sölu gilda sérstök lög sem veita ferðamönnum ríkan rétt. Lögin mæla fyrir um ríka upplýsingaskyldu seljanda og kröfur til efnis samnings um pakkaferðir. Einnig er í lögunum m. a. mælt fyrir um rétt ferðamanns til afpöntunar, heimild til að framselja ferð og heimild seljanda til breytingar á umsömdu verði.
Viltu vita hvort þú átt rétt? Skoða hér hvort þú átt rétt á endurgreiðslu eða skaðabótum.
Skoða helstu réttindi flugfarþega.
*Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland.