Sjúkraskrá – Get ég fengið afrit af minni sjúkraskrá?

adult, ambulance, background-4402808.jpg

Heilbrigðisstarfsmönnum ber skylda til að skrá í sjúkraskrá fyrir þá sem þau annast. Heilbrigðisstarfsmenn eiga að skrá þar lágmarksupplýsingar. Þær upplýsingar eru t. .d. svo sem ástæðu komu, atriði í heilsufari sem skipta máli fyrir meðferðina, ofnæmi, lýsingu á meðferð, niðurstöður rannsókna, greiningu og afdrif og áætlun um framhaldið, svo það helsta sé nefnt.

Hver og einn heilbrigðisstarfsmaður ber ábyrgð á sínum skráningum. Ábyrgðaraðili sjúkraskrár hverrar heilbirgðisstofnunar eða einkastofu ber ábyrgð á sjúkraskránni sem heild. Ábyrgðaraðili sjúkraskrár er heilbrigðisstofnunin, eða einkastofan, þar sem sjúklingurinn fær meðferðina.

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að sjúklingar vilji fá aðgang að sjúkraskrá sinni. Hægt er að fá eða afrit af sjúkraskránni að hluta eða í heild.  Sjúklingar, eða umboðsmenn þeirra, hafa rétt á því að fá afrit af sinni sjúkraskrá, og þurfa ekki að gefa upp neina ástæðu fyrir því. Í undantekningartilfellum getur verið að það þjóni ekki hagsmunum sjúklings að veita honum aðgang að sjúkraskránni og er þá heimilt að synja honum um aðgang.

Læknamistök

Til að fá aðgang að sjúkraskránni sinni sendir viðkomandi beiðni um aðgang að sjúkraskránni til þeirrar stofnunnar eða einkastofu sem hann hlaut meðferðina. Stofunin á að veita afritið án tafar.

Sjá hér upplýsingar um beiðni um aðgang að sjúkraskrá á Landspítalanum.

Sjá hér eyðublað fyrir beiðni um afrit af sjúkraskrá á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Ef viðkomandi vill getur hann óskað eftir aðstoð heilbrigðisstarfsmanns við lestur sjúkraskrár til að skýra það sem kann að þarfnast skýringa.

Hvað geri ég ef ég fæ synjun um afrit af sjúkraskránni?

Ef sjúkrastofnun synjar sjúklingi um aðgang að sinni eigin sjúkraskrá, af hvaða ástæðum sem er, getur viðkomandi kvartað til Landlæknis. Sjá hér upplýsingar á vef Landlæknis.

Hér getur þú fundið lög um sjúkraskrár.

Viltu lesa fleiri greinar? Hér finnur þú þær.

Tengdar greinar

Sjúkraskrá – Á ég rétt á að breyta röngum upplýsingum í sjúkraskránni minni?

Heilbrigðisstarfsmönnum ber skylda til að skrá í sjúkraskrá fyrir þá sem þau annast. Heilbrigðisstarfsmenn eiga að skrá þar lágmarksupplýsingar svo sem ástæðu komu, atriði í heilsufari sem skipta máli...

Sjúkraskrá – Á ég að borga fyrir afrit af sjúkraskrá?

Heilbrigðisstarfsmönnum ber skylda til að skrá í sjúkraskrá fyrir þá sem þau annast. Heilbrigðisstarfsmenn eiga að skrá þar lágmarksupplýsingar svo sem ástæðu komu, atriði í heilsufari sem skipta máli...

Sjúkraskrá – Get ég fengið afrit af minni sjúkraskrá?

Heilbrigðisstarfsmönnum ber skylda til að skrá í sjúkraskrá fyrir þá sem þau annast. Heilbrigðisstarfsmenn eiga að skrá þar lágmarksupplýsingar. Þær upplýsingar eru t. .d. svo sem ástæðu komu, atriði...

Sjúkraskrá – hverjir mega fletta upp í þinni?

Vilt þú vita hverjir hafa flett upp í þinni sjúkraskrá? Í sjúkraskrá eru skráðar allar upplýsingar um einstaklinga þegar þeir leita sér heilbrigðisþjónustu. Eðli málsins samkvæmt er um mjög viðkvæmar...