Vilt þú vita hverjir hafa flett upp í þinni sjúkraskrá?

sjúkraskrá.jpg

Í sjúkraskrá eru skráðar allar upplýsingar um einstaklinga þegar þeir leita sér heilbrigðisþjónustu. Eðli málsins samkvæmt er um mjög viðkvæmar upplýsingar að ræða sem eðilegt er að fáir hafi aðgang að.

Í lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 segir í að heilbrigðisstarfsmenn sem koma að meðferð sjúklings og þurfa á sjúkraskrárupplýsingum hans að halda vegna meðferðarinnar skulu hafa aðgang að sjúkraskrá sjúklingsins. Einnig segir að aðgangur að sérstaklega viðkvæmum sjúkraskrárupplýsingum, þ.e. sjúkraskrárupplýsingum sem sjúklingurinn sjálfur telur að flokka beri sem slíkar, skal takmarkaður við heilbrigðisstarfsmenn sem nauðsynlega þurfa upplýsingarnar vegna meðferðar sjúklingsins. Skal aðgangur að sérstaklega viðkvæmum sjúkraskrárupplýsingum að jafnaði takmarkaður við þá heilbrigðisstarfsmenn sem starfa innan þeirrar einingar eða deildar heilbrigðisstofnunar eða starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns þar sem meðferð er veitt. Aðgangur annarra heilbrigðisstarfsmanna að sérstaklega viðkvæmum sjúkraskrárupplýsingum er óheimill nema með samþykki sjúklings. Undantekningar á þessu geta t. d. verið vegna gæðaþróunar og gæðaeftirlits, vísindarannsókna, vinnslu, uppfærslu og viðhaldi sjúkraskrárinnar.

Ef einstakling grunar eða veit að óviðkomandi hafa verið að skoða sjúkraskránna sína getur hann óskað eftir að fá upplýsingar um hvaða starfsmenn hafa flett upp í sjúkraskránni hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun. Svari stofnunin ekki, þarf að ítreka beiðnina. Synji stofnunin beiðni um aðgang, er hægt að kæra það til Landlæknis.

Hafi starfsmaður sem ekki mátti skoða sjúkraskrá einstaklings, skoðað sjúkraskránna, getur viðkomandi að kvarta yfir því til Landlæknis og Persónuverndar.

 

Aðrar greinar um heilbrigðismál

Sjúkraskrá – Á ég rétt á að breyta röngum upplýsingum í sjúkraskránni minni?

Heilbrigðisstarfsmönnum ber skylda til að skrá í sjúkraskrá fyrir þá sem þau annast. Heilbrigðisstarfsmenn eiga að skrá þar lágmarksupplýsingar svo sem ástæðu komu, atriði í heilsufari sem skipta máli...

Sjúkraskrá – Á ég að borga fyrir afrit af sjúkraskrá?

Heilbrigðisstarfsmönnum ber skylda til að skrá í sjúkraskrá fyrir þá sem þau annast. Heilbrigðisstarfsmenn eiga að skrá þar lágmarksupplýsingar svo sem ástæðu komu, atriði í heilsufari sem skipta máli...

Sjúkraskrá – Get ég fengið afrit af minni sjúkraskrá?

Heilbrigðisstarfsmönnum ber skylda til að skrá í sjúkraskrá fyrir þá sem þau annast. Heilbrigðisstarfsmenn eiga að skrá þar lágmarksupplýsingar. Þær upplýsingar eru t. .d. svo sem ástæðu komu, atriði...

Sjúkraskrá – hverjir mega fletta upp í þinni?

Vilt þú vita hverjir hafa flett upp í þinni sjúkraskrá? Í sjúkraskrá eru skráðar allar upplýsingar um einstaklinga þegar þeir leita sér heilbrigðisþjónustu. Eðli málsins samkvæmt er um mjög viðkvæmar...

Fleiri greinar

Erfðaskrá – hvernig er ferlið við gerð erfðaskrár?

Erfðaskrá – hvernig er ferlið við gerð erfðaskrár? Af hverju að gera erfðaskrá? Erfðaskrá tryggir að eignum þínum verði ráðstafað í samræmi við þinn eigin vilja innan þess ramma sem erfðalög...

Sjóslys – skyldur, viðbrögð og reglur í kjölfar sjóslyss

Sjóslys – skyldur, viðbrögð og reglur í kjölfar sjóslyss   Sjóslys geta orðið hvar og hvenær sem er, og þegar þau gerast skiptir miklu máli að vita hvaða skyldur hvíla á skipstjórnarmönnum og...

Slys sjómanna við vinnu í landi

Slys sjómanna geta átt sér stað bæði um borð og við vinnu í landi, og réttur til bóta er oft mun ríkari en í öðrum starfsgreinum. Mismunurinn er sá að í alvarlegri tilvikum þurfa starfsmenn almennt að...

Ertu ekki viss um þinn rétt? Heyrðu í okkur í síma eða sendu okkur línu!

792-2090

Portolog.is
Persónuverndarupplýsingar

Þessi síða notar vefkökur (einnig oft kallaðar vafrakökur eða rafræn fótspor). Vefkökur eru smáar textaskrár sem vefir vista á tölvunni eða snjalltækinu þínu þegar þú heimsæki vefsíðu. Þetta gerir tölvunni þinni eða snjalltæki kleift að muna fyrri heimsóknir og er því síðan m.a. mun fljótari að hlaðast sem bætir notendaupplifun.  Vefkökur gera það kleift að vefsíður fái nafnlausar upplýsingar um hvernig notendur nota vefinn og muna stillingar notendans yfir ákveðinn tíma. Engum upplýsingum verður deilt með þriðja aðila.