Vinnuslys sjómanna

Vinnuslys sjómanna

Vinnuslys sjómanna

Sjómenn sem verða fyrir líkamstjóni vegna slyss um borð í skipi kunna að eiga rétt á bótum. Þeir geta einnig á rétt á bótum við vinnu í landi  í beinum tengslum við rekstur skips. Þetta á við hvort sem slysið varð vegna vanrækslu sem útgerðarmaður ber ábyrgð á eða ekki.

Mikilvægt er að leita til læknis eins fljótt og unnt er eftir að slys á sér stað. Ástæða þess er annars vegar að flýta fyrir bata og hins vegar að tryggja sönnun vegna mögulegrar bótakröfu.

Einnig er mikilvægt að leita til lögmanns snemma í ferlinu. Ástæða þess er að lögmaður sem þekkir bótaferlið getur komið í veg fyrir réttindamissi sökum vanþekkingar og tryggt að ágreiningsmál um bótaskyldu og bótafjárhæð leysist á farsælan hátt fyrir tjónþola.

Fyrsta viðtal vegna slysa- og skaðabótamála er frítt. Ef þú ert í vafa um rétt þinn kostar því ekkert að kanna hvort ástæða sé til frekari skoðunar.

Í upphafi fer fram greining á hvort bótaréttur kann að vera til staðar, en bætur vegna líkamstjóna sjómanna eru reiknaðar á grundvelli skaðabótalaga.

Ef telja má að bótaréttur vegna líkamstjóns sé til staðar getur þú að loknu fyrsta viðtali falið Porto að innheimta þær bætur sem þú átt rétt á. Ef engar bætur fást greiddar er engin þóknun greidd.

Hafðu samband og kannaðu rétt þinn.

Vinnuslys sjómanna