Slys sjómanna við vinnu í landi

Slys sjómanna

Slys sjómanna geta átt sér stað bæði um borð og við vinnu í landi, og réttur til bóta er oft mun ríkari en í öðrum starfsgreinum.

Mismunurinn er sá að í alvarlegri tilvikum þurfa starfsmenn almennt að sýna fram á að slysið hafi komið til vegna vanrækslu sem vinnuveitandi ber ábyrgð á til að fá fullar bætur en sjómenn eiga almennt rétt á fullum bótum hvort sem vanræksla sem vinnuveitandi ber ábyrgð á olli slysinu eða ekki.

 

Þessi ríku réttindi byggja á 1. mgr. 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985 og kjarasamningum sjómanna. Í lagaákvæðinu er mælt fyrir um ábyrgð útgerðarmanns án sakar á kröfum vegna lífs- eða líkamstjóns þeirra sem ráðnir eru í skiprúm vegna slysa sem eiga sér stað um borð í skipi eða við vinnu annars staðar sem stendur í beinum tengslum við rekstur skips. Bótafjárhæð samkvæmt lagaákvæðinu er takmörkuð en í kjarasamningum sjómanna hefur verið samið um að bótafjárhæð skuli reikna að fullu samkvæmt ákvæðum skaðabótalaga.

 

Sjómaður sem er í ráðningarsambandi við útgerð er þannig vel tryggður þegar hann sinnir störfum utan skips sem eru í þágu þess.

 

Dæmi um þetta eru t. d. þegar vélstjóri fer með vélarhluta eða annan búnað í vélsmiðju til viðgerðar, skipstjórnarmaður fer í apótek að fylla á lyfjakistu skipsins eða matsveinn fer í verslun til að ná í aðföng, og viðkomandi verður fyrir slysi. Alls konar erindisrekstur skipverja í öllum stöðugildum getur fallið hér undir ef verk er unnið í þágu skips.

 

Hefur þú orðið fyrir slysi í landi eða um borð? Hafðu samband til að fá ráðgjöf um þinn bótarétt. Við hjálpum þér að tryggja þín réttindi. Engar bætur, engin þóknun.

Slys sjómanna

Portolog.is
Persónuverndarupplýsingar

Þessi síða notar vefkökur (einnig oft kallaðar vafrakökur eða rafræn fótspor). Vefkökur eru smáar textaskrár sem vefir vista á tölvunni eða snjalltækinu þínu þegar þú heimsæki vefsíðu. Þetta gerir tölvunni þinni eða snjalltæki kleift að muna fyrri heimsóknir og er því síðan m.a. mun fljótari að hlaðast sem bætir notendaupplifun.  Vefkökur gera það kleift að vefsíður fái nafnlausar upplýsingar um hvernig notendur nota vefinn og muna stillingar notendans yfir ákveðinn tíma. Engum upplýsingum verður deilt með þriðja aðila.