Sjávarútvegur

Sjávarútvegur, sjóréttur

Á Íslandi er sjávarútvegur undirstöðugrein. Landfræðileg staða landsins hefur í för með sér að við erum verulega háð siglingum við út- og innflutning. Fiskveiðar og sjóflutningar eru því á meðal meginstoða íslensks atvinnulífs.

Lagaumhverfi siglinga er að mestu nokkuð sértækt. Reglur sem gilda um siglingar gilda þannig almennt ekki um önnur svið. Á móti gilda reglur sem eiga við í landi almennt ekki við um siglingar. Gott dæmi um þetta er vinnuverndarlöggjöf en grundvallarlög vinnuverndar í landi gilda almennt ekki um borð í skipum. Vinnuvernd sjómanna fer því eftir sérstökum reglum sem ná almennt ekki til annarra.

Lagaumhverfi fiskveiða er svo enn sértækara. Þær reglur sem um fiskveiðar gilda krefjast margar hverjar góðrar þekkingar á starfsumhverfinu. Reglurnar geta verið illa skiljanlegar þeim sem ekki búa yfir lágmarksþekkingu á því sviði.

Lögmaður Porto hefur að baki 17 ára feril sem skipstjórnarmaður í íslenska fiskiskipaflotanum og sinnir kennslu í sjórétti á sviði innanlands- og millilandasiglinga við Skipstjórnarskóla Tækniskólans. Innan Porto er því til staðar veruleg þekking á starfsumhverfi sjávarútvegs og þeim sértæku réttarreglum sem reynt getur á í því umhverfi.

Porto lögmannsstofa tekur að sér að annast hvers kyns mál á sviði sjávarútvegs og sjóréttar

Sjómenn

Portolog.is
Persónuverndarupplýsingar

Þessi síða notar vefkökur (einnig oft kallaðar vafrakökur eða rafræn fótspor). Vefkökur eru smáar textaskrár sem vefir vista á tölvunni eða snjalltækinu þínu þegar þú heimsæki vefsíðu. Þetta gerir tölvunni þinni eða snjalltæki kleift að muna fyrri heimsóknir og er því síðan m.a. mun fljótari að hlaðast sem bætir notendaupplifun.  Vefkökur gera það kleift að vefsíður fái nafnlausar upplýsingar um hvernig notendur nota vefinn og muna stillingar notendans yfir ákveðinn tíma. Engum upplýsingum verður deilt með þriðja aðila.