persónutryggingar
Líftrygging og sjúkdómatrygging
Margir einstaklingar hafa á eigin vegum keypt líftryggingu og sjúkdómatryggingu af vátryggingafélögum. Þegar einstaklingur sem hefur keypt slíka tryggingu greinist með vátryggðan sjúkdóm, eða andast, er hægt að sækja um bætur úr tryggingunni.
Í sumum tilvikum kunna aðstæður að vera með þeim hætti að einstaklingum vilji fá aðstoð við að innheimta bætur af vátryggingafélaginu eða telji sig beitta órétti. Porto lögmannsstofa getur í slíkum tilvikum haft milligöngu um innheimtu bótanna.
Hafni vátryggingafélag bótaskyldu kann svo að vera þörf á að bera höfnunina undir úrskurðarnefnd vátryggingamála eða höfða dómsmál til heimtu bótanna.
Það getur verið gott að njóta leiðsinnis lögmanns sem þekkir bótaferlið getur komið í veg fyrir réttindamissi, og tryggt að ágreiningsmál um bótaskyldu og bótafjárhæð leysist á farsælan hátt fyrir tjónþola.
Fyrsta viðtal vegna líf- og sjúkdómatrygginga er frítt. Ef þú ert í vafa um rétt þinn kostar því ekkert að kanna hvort ástæða sé til frekari skoðunar.
Í upphafi fer fram greining á hvort bótaréttur kann að vera til staðar. Ef telja má að bótaréttur sé til staðar getur þú að loknu fyrsta viðtali falið Porto að innheimta þær bætur sem þú átt rétt á.
Þú greiðir ekki þóknun lögmanns Porto við innheimtu vegna líf-og sjúkdómatrygginga til vátryggingafélaga nema til greiðslu bóta komi. Komi til þess að málið fari til úrskurðanefndar vátryggingamála eða fyrir dóm, er samið sérstaklega um það.
Hafðu samband og kannaðu rétt þinn.
Vissir þú að þú gætir átt rétt á bótum úr þinni sjúkdómatryggingu vegna sjúkdóms barns þíns?
Vissir þú að ef þú gætir átt rétt á tímabundinni lækkun eða niðurfellingu iðgjalds vegna veikinda sem leiða til missi á starfsorku?