Gjaldþrot

Þarft þú að íhuga gjaldþrot vegna óviðráðanlegra skulda?

Við aðstoðum þig að biðja um gjaldþrotaskipti

Gjaldþrot

Gjaldþrot getur verið fyrsta skrefið að nýju upphafi þegar skuldir og fjárhagsvandi verða óviðráðanleg. 

Við hjá Porto lögmannsstofu vitum að fjárhagsleg vandamál geta verið yfirþyrmandi og valdið miklu álagi. Ef þú, eða fyrirtækið þitt, glímið við óviðráðanlegar skuldir getur gjaldþrot verið raunhæf lausn til að losna undan skuldum og leggja grunn að nýju upphafi. Gjaldþrotaskipti er lagalegt úrræði sem getur við tilteknar aðstæður hjálpað þér að losna undan skuldum sem þú ræður ekki lengur við og skapa þér tækifæri til að byggja upp nýja framtíð. Ferlið við gjaldþrot getur þó verið flókið og því skiptir rétt ráðgjöf miklu máli.

Til að hefja ferlið við gjaldþrotaskipti þarf að leggja fram skriflega beiðni til héraðsdóms og greiða tryggingu. Þegar beiðnin hefur verið lögð fram metur dómari hvort skilyrði fyrir gjaldþroti séu uppfyllt. Þá er boðað til þinghalds, þrotabú stofnað og skiptastjóri skipaður til að skipta búinu.

Við aðstoðum einstaklinga og fyrirtæki við að skila inn beiðni um gjaldþrotaskipti til héraðsdóms. Við förum yfir málið þitt og metum stöðu þína og útskýrum ferlið fyrir þér skref fyrir skref. Þú færð skýrar leiðbeiningar um hvaða gögnum þarf að skila, ferlið og þýðingu og áhrif sem gjaldþrot hefur fyrir þitt líf.

Við hjá Porto lögmannsstofu leggjum áherslu á að leiða einstaklinga faglega í gegnum ferlið og veita skýra ráðgjöf. 

 Hafðu samband og við förum yfir málið með þér og metum næstu skref.

Bókaðu viðtal til að kanna þinn rétt

Hafðu samband!

Hvar finnur þú okkur?

Lögmaður í Hafnarfirði Lögfræðiþjónusta í Hafnarfirði  Lögfræðingur í Hafnarfjörður Lögmaður Lögfræðingur Lögfræðiþjónusta Lögmannsstofa Höfuðborgarsvæðið Reykjavík

Persónuverndarupplýsingar

Þessi síða notar vefkökur (einnig oft kallaðar vafrakökur eða rafræn fótspor). Vefkökur eru smáar textaskrár sem vefir vista á tölvunni eða snjalltækinu þínu þegar þú heimsæki vefsíðu. Þetta gerir tölvunni þinni eða snjalltæki kleift að muna fyrri heimsóknir og er því síðan m.a. mun fljótari að hlaðast sem bætir notendaupplifun.  Vefkökur gera það kleift að vefsíður fái nafnlausar upplýsingar um hvernig notendur nota vefinn og muna stillingar notendans yfir ákveðinn tíma. Engum upplýsingum verður deilt með þriðja aðila.