Erfðaskrá – hvernig er ferlið við gerð erfðaskrár?

Erfðaskrá

Erfðaskrá – hvernig er ferlið við gerð erfðaskrár?

Af hverju að gera erfðaskrá?

Erfðaskrá tryggir að eignum þínum verði ráðstafað í samræmi við þinn eigin vilja innan þess ramma sem erfðalög leyfa. Hún getur komið í veg fyrir ágreining og skapar öryggi fyrir þig og erfingja þína. Ferlið er einfalt með aðstoð lögmanns.

Hvernig fer gerð erfðaskrár fram?

Fyrsta viðtal

Við byrjum á samtali þar sem farið er yfir óskir þínar, fjölskylduaðstæður og eignir. Lögmaður útskýrir hvaða reglur gilda og veitir ráðgjöf um hvernig er best að útfæra vilja þinn svo hann standist skilyrði laga og að erfðaskráin sé gild.

Drög að erfðaskrá

Lögmaður semur drög að erfðaskrá í samræmi við vilja þinn. Þú færð þau til yfirlestrar og breytinga þar til textinn endurspeglar þinn vilja. Mikilvægt er að erfðaskráin sé skýr og í samræmi við erfðalög, þar sem óljós ákvæði geta valdið deilum síðar.

Undirritun með vottum

Erfðaskrá öðlast gildi þegar hún er undirrituð í viðurvist tveggja óvilhallra votta eða lögbókanda.

Örugg geymsla

Erfðaskrá er oft varðveitt hjá lögmanni eða sýslumanni þó það sé ekki nauðsynlegt. Slík geymsla veitir þó aukið öryggi fyrir að erfðaskráin hvorki týnist né gleymist heldur komi fram þegar á reynir.

Gildi erfðaskrár

Undirrituð og vottuð erfðaskrá er lagalega bindandi. Þú getur þó ávallt breytt henni eða afturkallað ef vilji þinn breytist síðar. Þannig geturðu lagað erfðaskrána að nýjum aðstæðum í lífi þínu, til dæmis ef fjölskylduhagir eða eignir breytast verulega.

Erfðaskrá

Algengar spurningar um erfðaskrár

Þarf ég alltaf erfðaskrá?
Nei, samkvæmt lögum gilda ákveðnar reglur um erfðir ef engin erfðaskrá er til staðar. Með erfðaskrá getur þú hins vegar ráðstafað eignum með öðrum hætti innan tiltekinna marka.

Get ég breytt erfðaskrá minni síðar?
Já, þú getur alltaf breytt eða afturkallað erfðaskrá svo lengi sem þú ert hæfur til þess andlega.

Hverjir geta verið vottar að undirritun að erfðaskrár?
Vottar þurfa að vera tveir óvilhallir einstaklingar sem hvorki njóta arfs samkvæmt erfðaskránni né eru nánir aðstandendur. Þau þurfa að votta að þú hafir undirritað af frjálsum vilja og með fullu viti.

Hvar er best að geyma erfðaskrá?
Algengast er að láta lögmann eða sýslumann geyma erfðaskrána til að tryggja öryggi hennar. Einnig er hægt að geyma hana heima, en þá er aukin hætta á að hún finnist ekki þegar hennar er þörf.

Kostar mikið að gera erfðaskrá?
Kostnaður við gerð erfðaskrár hjá Porto lögmannsstofu er kr. 74.400.- og er það fast verð fyrir venjulega erfðaskrá.

Ef erfðaskráin er verulega umfangsmikil, getur komið til auka kostnaður en það er einungis í undantekningartilfellum og alltaf rætt fyrirfram.

Viltu gera erfðaskrá? Hafðu samband og við útskýrum þér þá möguleika sem lögin bjóða upp á og hvernig best er að útfæra þinn vilja.

 

Portolog.is
Persónuverndarupplýsingar

Þessi síða notar vefkökur (einnig oft kallaðar vafrakökur eða rafræn fótspor). Vefkökur eru smáar textaskrár sem vefir vista á tölvunni eða snjalltækinu þínu þegar þú heimsæki vefsíðu. Þetta gerir tölvunni þinni eða snjalltæki kleift að muna fyrri heimsóknir og er því síðan m.a. mun fljótari að hlaðast sem bætir notendaupplifun.  Vefkökur gera það kleift að vefsíður fái nafnlausar upplýsingar um hvernig notendur nota vefinn og muna stillingar notendans yfir ákveðinn tíma. Engum upplýsingum verður deilt með þriðja aðila.