Eignarréttur

Yfirráð og afnot eigna -

Eignarréttur

Eignarréttur getur bæði verið beinn og óbeinn. Eignarréttindi njóta verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. I. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu sem lagagildi hefur hér á landi.

Bein eignarréttindi fela í sér einkarétt ákveðins aðila, eigandans, til þess að ráða yfir tilteknu verðmæti, innan þeirra marka, sem þessum rétti eru sett í lögum og af takmörkuðum (óbeinum) eignarréttindum annarra manna, sem stofnað hefur verið til yfir verðmætinu. Hinn beini eignarréttur þrengist svo eða rýmkar í samræmi við tilvist hinna óbeinu eignarréttinda.

Helstu beinu eignarréttindi varða:

  • Eignarhald fasteigna
  • Eignarhald lausafjár
  • Kröfuréttindi
  • Hugverkaréttindi

Mikilvægustu heimildir beinna eignarréttinda má almennt telja eftirfarandi:

  • Réttur til að ráða yfir eign (umráðaréttur).
  • Réttur til að hagnýta eign (hagnýtingarréttur).
  • Réttur til að ráðstafa eign með löggerningi (ráðstöfunarréttur).
  • Réttur til að nota eign sem grundvöll lánstrausts (skuldsetningarréttur).
  • Réttur til að láta eign ganga að erfðum.
  • Réttur til að leita verndar handhafa opinbers valds til verndar eigninni.

Óbein eignarréttindi fela í sér hlutdeild í beinum eignarrétti. Helstu flokkar óbeinna eignarréttinda eru eftirfarandi:

  • Afnotaréttindi
  • Ítaksréttindi og ískyldur
  • Afgjaldsskyldur
  • Haldsréttur
  • Forkaupsréttur og kaupréttur
  • Kyrrsetningargerð
  • Veðréttindi
  • Afnotaréttindi

Ýmis ágreiningsefni geta kviknað í tengslum við eignarréttindi þar sem aðila getur ýmist greint á um beint eignarhald fasteigna, lausafjár, kröfu og hugverkaréttinda eða óbein réttindi í formi hlutdeildar í slíkum réttindum.

Porto lögmannsstofa tekur að sér hagsmunagæslu vegna hver kyns ágreiningsmála á sviði eignarréttar.

Ertu ekki viss um þinn rétt? Heyrðu í okkur í síma eða sendu okkur línu!

792-2090

Portolog.is
Persónuverndarupplýsingar

Þessi síða notar vefkökur (einnig oft kallaðar vafrakökur eða rafræn fótspor). Vefkökur eru smáar textaskrár sem vefir vista á tölvunni eða snjalltækinu þínu þegar þú heimsæki vefsíðu. Þetta gerir tölvunni þinni eða snjalltæki kleift að muna fyrri heimsóknir og er því síðan m.a. mun fljótari að hlaðast sem bætir notendaupplifun.  Vefkökur gera það kleift að vefsíður fái nafnlausar upplýsingar um hvernig notendur nota vefinn og muna stillingar notendans yfir ákveðinn tíma. Engum upplýsingum verður deilt með þriðja aðila.