Yfirráð og afnot eigna
Eignarréttur
Eignarréttur getur bæði verið beinn og óbeinn. Eignarréttindi njóta verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. I. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu sem lagagildi hefur hér á landi.
Bein eignarréttindi fela í sér einkarétt ákveðins aðila, eigandans, til þess að ráða yfir tilteknu verðmæti, innan þeirra marka, sem þessum rétti eru sett í lögum og af takmörkuðum (óbeinum) eignarréttindum annarra manna, sem stofnað hefur verið til yfir verðmætinu. Hinn beini eignarréttur þrengist svo eða rýmkar í samræmi við tilvist hinna óbeinu eignarréttinda.
Helstu beinu eignarréttindi varða:
- Eignarhald fasteigna
 - Eignarhald lausafjár
 - Kröfuréttindi
 - Hugverkaréttindi
 
Mikilvægustu heimildir beinna eignarréttinda má almennt telja eftirfarandi:
- Réttur til að ráða yfir eign (umráðaréttur).
 - Réttur til að hagnýta eign (hagnýtingarréttur).
 - Réttur til að ráðstafa eign með löggerningi (ráðstöfunarréttur).
 - Réttur til að nota eign sem grundvöll lánstrausts (skuldsetningarréttur).
 - Réttur til að láta eign ganga að erfðum.
 - Réttur til að leita verndar handhafa opinbers valds til verndar eigninni.
 
Óbein eignarréttindi fela í sér hlutdeild í beinum eignarrétti. Helstu flokkar óbeinna eignarréttinda eru eftirfarandi:
- Afnotaréttindi
 - Ítaksréttindi og ískyldur
 - Afgjaldsskyldur
 - Haldsréttur
 - Forkaupsréttur og kaupréttur
 - Kyrrsetningargerð
 - Veðréttindi
 - Afnotaréttindi
 
Ýmis ágreiningsefni geta kviknað í tengslum við eignarréttindi þar sem aðila getur ýmist greint á um beint eignarhald fasteigna, lausafjár, kröfu og hugverkaréttinda eða óbein réttindi í formi hlutdeildar í slíkum réttindum.
Porto lögmannsstofa tekur að sér hagsmunagæslu vegna hver kyns ágreiningsmála á sviði eignarréttar.
Hvar finnur þú okkur?
Lögmaður í Hafnarfirði Lögfræðiþjónusta í Hafnarfirði Lögfræðingur í Hafnarfjörður Lögmaður Lögfræðingur Lögfræðiþjónusta Lögmannsstofa Höfuðborgarsvæðið Reykjavík