Dánarbússkipti geta verið lagalega og tilfinningalega krefjandi
Fáðu aðstoð lögmanns við skiptin á dánarbúinu
Dánarbússkipti
Dánarbússkipti eru formlegt uppgjör á eignum og skuldum einstaklinga eftir andlát þeirra. Dánarbússkipti geta verið bæði lagalega og tilfinningalega krefjandi ferli. Við á Porto lögmannsstofa önnumst skipti á dánarbúum og veitum faglega aðstoð og ráðleggingar um skipti.
Dánarbússkipti geta farið fram sem einkaskipti eða opinber skipti. Við einkaskipti geta erfingjar sjálfir skipt búinu eða fengið lögmann til að sjá um skiptin. Ef erfingi gerir kröfu um opinber skipti eða skilyrði til einkaskipta eru ekki uppfyllt fara fram opinber skipti undir stjórn skiptastjóra.
Við hjá Porto lögmannsstofu aðstoðum erfingja við alla þætti dánarbússkipta. Með faglegri aðstoð verður ferlið léttara og minni hætta á mistökum sem skert geta hagsmuni erfingja.
Dánarbússkipti krefjast bæði lagalegrar þekkingar og skilnings í erfiðum aðstæðum. Ef þú ert að skipta dánarbúi eða stendur frammi fyrir ágreiningi vegna þess, getur fagleg leiðsögn skipt miklu máli.
Hafðu samband og láttu okkur á Porto lögmannsstofu leiða þig í gegnum dánarbússkiptin af fagmennsku og virðingu.
Hafðu samband og við förum yfir málið með þér og metum næstu skref.
Hvar finnur þú okkur?
Lögmaður í Hafnarfirði Lögfræðiþjónusta í Hafnarfirði Lögfræðingur í Hafnarfjörður Lögmaður Lögfræðingur Lögfræðiþjónusta Lögmannsstofa Höfuðborgarsvæðið Reykjavík